Hopp og Skopp

Leiktækjaleiga fyrir alla viðburði!

Einstaklingsþjónusta

Hopp og Skopp býður upp á marga skemmtilega möguleika, ýmis tækifæri og tilefni s.s. fyrir barnaafmæli, skírnaveislur, giftingar og aðrar uppákomur þar sem börn eru viðstödd. Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að gleðja krakkana. Frí heimsending, við komum með hoppukastala, setjum hann upp og sækjum að lokinni útleigu. Fljótlegt og mjög auðvelt. (öll þjónusta innifalin í verðum, ekkert aukagjald)

Fyrirtækjaþjónusta

Hopp og Skopp býður fyrirtækjum, marga hentuga möguleika til að kynna sig og laða að nýja eða gamla kúnna. Við sköpum eftirtektarvert umhverfi við það fyrirtæki sem leigir uppblásin leiktæki af okkur og sjáum til þess að þeir sem eigi leið hjá taki vel eftir fyrirtækinu og því sem er að gerast og gleymi því seint. Til þess að skapa enn meiri velvild í garð fyrirtækisins geta fyrirtæki leigt hjá okkur candyflosh- og poppvélar auk hoppukastala til að bjóða viðskiptavinum sínum uppá. Hringið eða sendið póst og fáið verðtilboð! Ódýrara en þig grunar

Starfsmannahátíðar! Einnig bjóðum við öll fyrirtæki sem koma til með að halda starfsmanna hátíðar í sumar velkomin að hafa samband við okkur, hvort sem hátíðarnar eru haldnar úti á landi eða innanbæjar munum við að sjálfsögðu geta þjónustað ykkur! Ef þið viljið gleðja börnin hringið í okkur og við ábyrgjumst að börnin fari sátt við daginn inn í draumalandið þar sem bíður eftir þeim hoppukastali!

Skólar og leikskólar

Nú þegar vorið skýtur rótum og sumarið byrjar að blómstra er gott tækifæri að halda sumarskemmtun í skólanum sem börnin gleyma seint. Hopp og Skopp býður skólum upp á fjölbreytta möguleika til að skemmta börnunum. Hringið eða sendið póst og fáið tilboð í sumarskemmtun á þínum skóla.

Hopp og Skopp býður leikskólum uppá fjölbreytta möguleika til að skemmta börnunum. Meðal þess sem við bjóðum upp á eru hoppukastalar, candyfloss og popp. Hægt er að leigja allt saman eða velja þess vegna einungis einn hlut. Hringið eða sendið póst og fáið tilboð í sumarskemmtun á þínum leikskóla.

Íþróttafélög

Hver kannast ekki við það að fara á fótboltaleik og geta ekki einbeitt sér að leiknum því orkufullir krakkar og unglingar vilja sína athygli og útrás og draga hana frá leiknum áhorfendum til ama. - Við höfum reynsluna og lausnina líka! Hringið og fáið góð tilboð á sumarleikina. Krakkarnir skemmta sér enn betur og áhorfendur líka! Við hvetjum íþróttafélög eindregið til að leita tilboða hjá okkur á uppblásnum köstulum og candyfloss og poppvélum! Með því að hafa uppblásinn kastala á svæðinu draga íþróttafélögin enn meiri athygli að sér og fleiri foreldrar munu sjá sér fært að mæta á leiki hjá ykkur! Hoppukastali er gulli betri :)

Sveitarfélög

Á síðustu árum hefur Hopp og Skopp verið með leiktæki sín á ýmsum bæjarhátíðum um land allt, stórum sem smáum. Við erum alltaf tilbúin að bæta við svo endilega hringið eða sendið okkur póst ef þig vanntar fjör í dagsskránna!

Ættarmót

Oft gerist það að yngstu ættingjarnir verði útundan á ættarmótum. Börnin vita fátt betra en að leika sér og hvað þá í hoppuköstulum eða leiktækjum! Hingið eða sendið okkur póst og leitið tilboða í stuðið!