Hopp og Skopp

Leiktækjaleiga fyrir alla viðburði!

Forsíða > Fortress - Risarennibraut og hoppukastali

Hæsta Risarennibraut í Evrópu, gnæfir 8 og hálfan metra upp í loftið og hefur verið vinsælasta leiktæki hjá krökkum frá upphafi (ekki hjá starfsmönnum að vísu).

Þetta tæki annar um 120 krökkum á klukkustund og sést þetta tæki langar leiðir og hefur verið vinsælasta tækið hjá bæjarfélögum. Stærsta einstaka framleidda rennibraut í heimi sem er búin að vera margverðlaunuð af IPPA amusement ride ráðstefnum um víða veröld.

Fortress risarennibrautin hefur 2 rennibrautir og margar klifurleiðir og inniheldir sérstaka síu svo foreldrar komast ekki í tækið enda vilja krakkar ekki hafa mömmu og pabba með þegar þau leika sér í þessu. Kastalinn er líka fyrir fullorðna og geta þeir sem misstu af því að hoppa sem krakkar fengið að njóta sín í þessari!

Til baka